hver erum við?

Rif Restaurant

Síðla sumars 2019 opnuðum við Rif Restaurant hér í Firði Verslunarmiðstöð. Ævar Olsen matreiðslumeistari til fjölda ára stýrir hér hópi starfsfólks sem leggur hjarta í matreiðsluna og mikla áherslu á persónulega þjónustu til okkar gesta.

 

Það er alveg einstakt að vera staðsett í hjarta Hafnarfjarðar og við höfum lagt kapp við það að bjóða upp á eitthvað fyrir alla á góðu verði, með frábæru útsýni og góðum félagsskap.